Viðskipti innlent

Maritech verðlaunað af Microsoft

Maritech  hefur hlotið verðlaunin „Samstarfsaðili ársins 2011“ hjá Microsoft Íslandi. Verðlaunin eru veitt þeim sem taldir eru hafa skarað fram úr í þróun og kynningu á Microsoft-tengdum lausnum síðasta ár.

Í tilkynningu segir að fyrirtækið var heiðrað ásamt fleiri samstarfsaðilum Microsoft á heimsvísu, fyrir yfirburði í þróun og útfærslu á þjónustumiðuðum lausnum byggðum á tækni frá Microsoft.

„Okkur er mikil ánægja að tilkynna að Maritech hefur verið valið „Samstarfsaðili ársins 2011 hjá Microsoft Íslandi“,“ sagði Jon Roskill, varaforseti Worldwide Partner Group hjá Microsoft. „Maritech hefur sýnt afburðaþjónustu við viðskiptavini sína og traust samvinna er kjarni okkar samstarfs.“

Verðlaun voru veitt í ýmsum flokkum og sigurvegarar valdir úr hópi fleiri en 3000 samstarfsaðila frá öllum heimshornum. Maritech þótti hafa skarað fram úr í lausnum og þjónustu auk þess að eiga í áhrifaríku samstarfi við Microsoft Íslandi og halda í heiðri nýsköpun, viðskiptaáhrifum, þjónustu við viðskiptavini og því að laða að nýja viðskiptavini.

„Það er mikill heiður að hljóta þessi verðlaun annað árið í röð.  Ég trúi því að lykillinn að árangri og vexti Maritech sé sú mikla áhersla sem lögð hefur verið á lausnir fyrir sjávarútveginn, sveitarfélög og viðskiptagreind, en Maritech hefur hefur lagt mikla vinnu í þróun á þessum sviðum.  Sterk markaðsstaða Maritech hvílir á því að við getum útvegað viðskiptavinum okkar samþætta þjónustu sem byggir á þeim afurðum Microsoft sem uppfylla allar kröfur þeirra,“ segir Jón Heiðar Pálsson, sviðsstjóri sölu- og markaðssviðs Maritech.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×