Lífið

Marin með áverka á brjóstkassa og heilahristing

Ellý Ármanns skrifar
myndir/einkasafn Stellu
Hafnfirðingurinn og fyrirsætan Stella Vigdís, 29 ára, sem býr í San Diego í Bandaríkjunum ásamt eiginmanni og tveimur börnum, Sóley eins árs og Gunnari þriggja ára, lenti í hörðum árekstri í vikunni þegar fjölskyldan keyrði heim úr Sea World skemmtigarðinum á bifreið af gerðinni BMW 550.  Stella segir að einhver hafi vakið yfir fjölskyldunni þennan afdrifaríka dag og þakkar fyrir að ekki fór verr.

 „Við eiginmaðurinn og börnin vorum að keyra á hraðbrautinni og hann var undir stýri. Við sáum mann í einkennisbúning úti á götu að veifa okkur og hann bað okkur um að stoppa. Maðurinn virtist vera lögreglumaður. Þetta gerðist allt svo hratt,“ útskýrir Stella spurð hvernig áreksturinn bar að.

Einhver passaði upp á fjölskylduna hennar Stellu daginn sem þau lentu í hörðum árekstri.mynd/einkasafn Stellu
Rotuðust bæði og vöknuðu við að börnin voru í sjokki

„Við hægðum varlega á okkur og stoppuðum og bílinn fyrir aftan okkur líka. Maðurinn sem veifaði okkur hleypur af stað og tekur búr sem var þar á miðri hraðbrautinni. Eina sem ég man eftir er að maðurinn hendir búrinu frá sér.   Svo er það bara „lights out“ - það er að segja við rotuðumst bæði um leið og bíllinn klessti á okkur. Svo vöknuðum við 1-2 mínútum seinna við að Sóley dóttir okkar er hágrátandi og ég sé að Gunnar sonur okkar er í sjokki og segir ekki neitt.“ 



Stella starfar sem fyrirsæta samhliða því að hugsa um heimilið.
Bensíntankurinn rifanði og bensín flaut út um allt

„Við heyrum svo frá vitnum að bíllinn fyrir aftan okkur hafi rétt náð að sveigja út í kant og ökumaðurinn sem klessti á okkur var á um það bil 115 km hraða. Hefði bíllinn klesst beint aftan á okkur er víst að það hefði getað farið mjög illa en við vorum rosalega heppin að það kviknaði ekki í bílnum því bensíntankurinn rifnaði og bensín flaut út um allt,“ útskýrir hún en bíllin er gjörónýtur eftir áreksturinn.

Vitni komu til hjálpar

„Það voru mörg vitni sem komu til hjálpar. Lögreglan og sjúkrabílarnir voru fljótir á staðinn og fóru með okkur upp á spítala. Við vorum sett í segulómun og röntgen myndatökur en við sluppum alveg ótrúlega vel. Börnin eru enn aum og guttinn pínu bólginn kringum augun,“ segir hún og heldur áfram:

„Ég og eiginmaðurinn erum í raun með sömu áverka – bæði marin, tognuð í hálsi, baki, hægri öxl og svo er ég líka með áverka á brjóstkassa og fékk heilahristing.  Börnin okkar kvarta af og til en þau fengu lyf á slysó. Þau eru mjög aum líka en samt í voða góðu skapi.   Það hefur eitthver verið að passa up pá okkur þennan dag ég bara trúi ekki hvað við erum ótrúlega heppin,“ segir hún þakklát.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×