SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 16:45

Bjarki međ sex mörk í öruggum sigri

SPORT

María vann svigmót í Bandaríkjunum í kvöld

 
Sport
22:32 07. JANÚAR 2016
Skíđakonan María Guđmundsdóttir.
Skíđakonan María Guđmundsdóttir. VÍSIR/GETTY

Skíðakonan María Guðmundsdóttir er að byrja tímabilið afar vel en hún vann svigmót í Bandríkjunum í kvöld daginn eftir að hún setti persónulegt FIS-stigamet.

Svigmótið fór fram á Snowbird skíðasvæðinu í Utah-fylki. María lenti í sjötta sæti í móti á sama stað í gær en í kvöld átti engin svör við íslensku skíðakonunni í brekkunni.

María var með annan besta tímann eftir fyrri ferðina en var aðeins einum hundraðshluta á eftir efstu konu. Sarah Schleper leiddi eftir fyrstu ferðina en hún er fyrrverandi landsliðskona frá Bandaríkjunum og á að baki einn sigur úr heimsbikar í svigi og nokkur verðlaunasæti. Schleper keppir í dag fyrir Mexíkó.

Í seinni ferðinni var María einnig með annan besta tíman en vann mótið með 57/100 úr sekúndu. Fyrir mótið fékk María 24.65 FIS punkta og er það næst besta mótið hennar á ferlinum, á eftir mótinu sem hún gerði í gærkvöldi.

Með þessum tveimur mótum má gera ráð fyrir að María fari niður um 30-40 sæti á heimslistanum og verði í kringum sæti 175 á næsta lista. María mun færa sig yfir til Montana fylki á morgun og keppa þar á þremur mótum á næstu dögum.


María Guđmundsdóttir.
María Guđmundsdóttir. MYND/SKÍĐASAMBAND ÍSLANDS.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / María vann svigmót í Bandaríkjunum í kvöld
Fara efst