Sport

María vann svigmót í Bandaríkjunum í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Skíðakonan María Guðmundsdóttir.
Skíðakonan María Guðmundsdóttir. Vísir/Getty
Skíðakonan María Guðmundsdóttir er að byrja tímabilið afar vel en hún vann svigmót í Bandríkjunum í kvöld daginn eftir að hún setti persónulegt FIS-stigamet.

Svigmótið fór fram á Snowbird skíðasvæðinu í Utah-fylki. María lenti í sjötta sæti í móti á sama stað í gær en í kvöld átti engin svör við íslensku skíðakonunni í brekkunni.

María var með annan besta tímann eftir fyrri ferðina en var aðeins einum hundraðshluta á eftir efstu konu. Sarah Schleper leiddi eftir fyrstu ferðina en hún er fyrrverandi landsliðskona frá Bandaríkjunum og á að baki einn sigur úr heimsbikar í svigi og nokkur verðlaunasæti. Schleper keppir í dag fyrir Mexíkó.

Í seinni ferðinni var María einnig með annan besta tíman en vann mótið með 57/100 úr sekúndu. Fyrir mótið fékk María 24.65 FIS punkta og er það næst besta mótið hennar á ferlinum, á eftir mótinu sem hún gerði í gærkvöldi.

Með þessum tveimur mótum má gera ráð fyrir að María fari niður um 30-40 sæti á heimslistanum og verði í kringum sæti 175 á næsta lista. María mun færa sig yfir til Montana fylki á morgun og keppa þar á þremur mótum á næstu dögum.

María Guðmundsdóttir.Mynd/Skíðasamband Íslands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×