Lífið

María Ólafs farin til Vínarborgar

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Íslenski hópurinn.
Íslenski hópurinn. vísir/gva
Íslenski hópurinn í Eurovision hélt til Vínarborgar í Austurríki í morgun. María Ólafsdóttir stígur á stóra sviðið í seinni forkeppni Eurovision á fimmtudag þar sem hún mun flytja framlag Íslands, Unbroken.

Hópurinn millilendir í Kaupmannahöfn síðdegis og fer þaðan til Vínar.

Mikil spenna ríkti innan hópsins og stemningin mikil, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.


Tengdar fréttir

Kjóllinn frumsýndur: María sló í gegn í Kringlunni

María Ólafsdóttir, Eurovision-fari okkar Íslendinga, hélt tónleika í Kringlunni í dag. Þar frumflutti hún tvö ný lög og tók síðan að sjálfsögðu Unbroken, framlag Íslands í keppninni.

Þykir vænt um stuðninginn

Félagsmönnum í Hugarafli þykir vænt um stuðning Maríu Ólafsdóttur söngkonu sem styður söfnun til handa samtökunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×