Lífið

María mismælti sig við framburð á Sam Allardyce og Southgate: „Ég á mér engar málsbætur“

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Það var bara brjálað að gera, ekki að það sé einhver afsökun, en venjulega næ ég að renna yfir textann en þessi frétt kom seint inn,“ segir María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttakona á RÚV, sem mismælti sig þegar hún var að bera fram nöfnin Sam Allardyce og Gareth Southgate í tíufréttum RÚV í gærkvöldi. 

Fréttin snérist um Allardyce sem var staðinn að því að samþykkja 400.000 punda greiðslu fyrir að hjálpa viðskiptajöfrum frá Austurlöndum fjær (sem voru blaðamenn The Telegraph í dulargervi) að fara á svig við reglur enska knattspyrnusambandsins um kaup á leikmönnum í eigu þriðja aðila.

Eignarhald þriðja aðila á leikmönnum hefur verið bannað á Englandi frá 2008. Allardyce hætti í kjölfarið sem landsliðsþjálfari Englands og tekur Southgate tímabundið við. María segist ekki fylgjast mikið með íþróttum

„Svona getur bara gerst í beinni útsendingu en ég á mér samt engar málsbætur í þessu, aðrar en þær að þarna var ég ekki á tánum. Ég er vön því að fá ráðleggingar hjá íþróttafréttamönnunum um framburð á nöfnum á íþróttafólki en þarna náði ég því ekki. Það var allt á síðustu stundu þarna og svona fór þetta,“ segir María lauflétt.

Hér að ofan má sjá myndband af atvikinu.


Tengdar fréttir

Shearer: Enska landsliðið er aðhlátursefni

Alan Shearer, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Englands, segir að enska landsliðið sé aðhlátursefni í fótboltaheiminum eftir að Sam Allardyce hætti sem landsliðsþjálfari eftir aðeins 67 daga í starfi.

Stóri Sam segist iðrast gjörða sinna

Eins og fram kom á Vísi fyrir skemmstu er Sam Allardyce hættur sem þjálfari enska landsliðsins í fótbolta. Allardyce entist aðeins 67 daga í draumastarfinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×