Viðskipti innlent

María Heimisdóttir ráðin sem framkvæmdarstjóri fjármálasviðs Landsspítala

Birgir Örn Steinarsson skrifar
María er klínískur við læknisdeild HÍ og hefur birt fjölda greina í innlendum og erlendum vísindatímaritum.
María er klínískur við læknisdeild HÍ og hefur birt fjölda greina í innlendum og erlendum vísindatímaritum. Vísir
María Heimisdóttir hefur verið endurráðin sem framkvæmdarstjóri fjármálasvið Landsspítala. Hún hefur sinnt starfinu frá 2011 en nýi samningurinn gildir til næstu fimm ára.

María hefur starfað fyrir Landsspítala frá því árinu 2002 en áður starfaði hún hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Hún lauk knadidatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1990 en hún lauk framhaldsnám í lýðheilsufræðum og stjórnun heilbrigðismála úr University of Connecticut í Bandaríkjunum sjö árum síðar. Hún lauk doktorsprófi í University of Massachusetts árið 2002.

Fjármálasvið sinnir m.a. áætlanagerð, starfsemisgreiningum, innkaupum, birgðahaldi, launavinnslu, reikningshaldi og fjárstýringu Landspítala. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×