Fótbolti

María gerði nýjan samning við Klepp

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
María Þórisdóttir í leik með norska landsliðinu á HM.
María Þórisdóttir í leik með norska landsliðinu á HM. Vísir/EPA
María Þórisdóttir verður áfram hjá norska úrvalsdeildarliðinu Klepp en hún hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við félagið.  Þetta kemur á Kvinnefotballmagasinet.no.

María er dóttir Þóris Hergeirssonar, þjálfara norska kvennalandsliðsins í handbolta. María ákvað að spila fyrir Noreg frekar en Ísland og hún valdi líka fótboltann yfir handboltann. María er alin upp í Noregi.

María er 22 ára gömul og getur bæði spilað í vörninni eða á miðjunni. Hún spilaði sem miðvörður í norska landsliðinu á HM í Kanada.

María var í raun hætt í fótbolta vegna hnémeiðsla en byrjaði að spila aftur með Klepp sumarið 2014. Uppgangur hennar var mikill á stuttum tíma. Hún spilaði sinn fyrsta landsleik á Algarve-mótinu í mars og komst síðan í HM-hóp Norðmanna.

María spilaði síðan þrjá leiki með Noregi á HM í Kanada. Hún var óheppin með meiðsli eftir að hún kom heim frá HM og meiddist tvisvar sinnum. María spilaði því aðeins 14 leiki á tímabilinu og skoraði í þeim tvö mörk.

Klepp-liðið sem byrjaði svo vel með hana innanborðs (fimm sigrar í fyrstu sex leikjunum) gaf mikið eftir á lokakafla mótsins og vann ekki leik í síðustu tíu umferðunum. Klepp vann ekki leik án Maríu í norsku deildinni á tímabilinu 2015.  

Mikilvægi hennar sést kannski best á því að Klepp náði í 64 prósent stiga í þeim leikjum sem María spilaði (8 sigrar, 3 jafntefli, 3 töp) en aðeins 13 prósent stiga í boði komu í hús án hennar (0 sigrar, 3 jafntefli, 5 töp)

Jón Páll Pálmason er þjálfaði Klepp og hefur verið það frá 2013. Hann skrifaði líka undir nýjan þriggja ára samning á dögunum.

Høst og vinterjakten er i gang men også re-signeringer som i Klepp der Maria Thorisdottir har signert for tre nye å...

Posted by Kvinnefotballmagasinet.no on 24. nóvember 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×