Sport

María á verðlaunapall í Montana

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
María, lengsti til vinstri, á verðlaunapallinum í gær.
María, lengsti til vinstri, á verðlaunapallinum í gær. Mynd/Skíðasamband Íslands
María Guðmundsdóttir varð í gærkvöldi í þriðja sæti á háskólamóti í skíðum sem fór fram í Montana-fylki í Bandaríkjunum.

María keppti í svigi í gær og komst á verðlaunapall þrátt fyrir að hafa verið með rásnúmerið 32. Fyrir árangurinn fékk hún 18,50 FIS-stig sem er besti árangur hennar á ferlinum.

Fram kemur í tilkynningu Skíðasambands Íslands að í ljósi árangurs Maríu að undanförnu ætti hún að vera með í kringum 20 FIS-stig á næsta heimslista Alþjóðaskíðasambandsins og að það ætti að skila henni í 140.-150. sæti.

María keppir fyrir University of Alaska í Anchorage.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×