Lífið

Margþvegnir dúkar og misslitnir

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Útsaumur stendur alltaf fyrir sínu.
Útsaumur stendur alltaf fyrir sínu.
Sifa sem heitir fullu nafni Sigrún Guðmundsdóttir opnar sýninguna spor í spor milli klukkan 15 og 18 í dag í Listhúsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5.

Sifa kveðst nýta gamlan útsaum, kaffidúka og puntudúka sem hafa þjónað hlutverki sínu og eru margþvegnir og misjafnlega slitnir. Hún klippi smábúta úr útsaumnum, setji þá á pappír og haldi áfram að sauma. Þannig tengi hún við fyrri tíma og haldi áfram á sinn eigin hátt.

„Það verður til eins konar samtal á milli nútíðar og fortíðar og sagan verður áþreifanleg þegar gömlu dúkarnir bindast pappírnum,“ segir hún.

Sifa hefur alla tíð unnið með textíl. Hún hefur kennt textíl og aðrar listgreinar í 35 ár, lengst af við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Einnig hefur hún tekið þátt í fjölda hönnunar- og listsýninga á Íslandi og erlendis.

Spor í spor er önnur einkasýning hennar.

Sýningin er opin á verslunartíma og stendur til 31. desember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×