Íslenski boltinn

Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur vinna sig úr krossbandaslitum samhliða meðgöngu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Landsliðskonurnar og systurnar Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur eru heldur betur samtaka í flestu sem þær taka sér fyrir hendur.

Þær eru báðar samningsbundnar Val, eru að vinna sig úr krossbandaslitum frá því á síðasta ári og eiga báðar von á barni.

Þær hafa verið samherjar undanfarin ár hjá Val og spiluðu einnig saman með Kristianstad í Svíþjóð. Þrátt fyrir glæstan feril hefur þeim systrum ekki tekist að vinna titil saman.

,,Það er óklárað verkefni sem við munum vonandi klára á næstu árum. Það væri voðalega fallegt að fagna saman titli eftir að hafa lent í þessu saman," segir eldri systirin, Margrét Lára.

Innslagið úr fréttum Stöðvar 2 má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×