FÖSTUDAGUR 24. MARS NÝJAST 02:00

Ólafía Ţórunn á einu höggi yfir pari eftir fyrsta hring

SPORT

Margrét Lára međ fernu í kvöld

 
Íslenski boltinn
22:47 03. FEBRÚAR 2016
Margrét Lára Viđarsdóttir í leik međ Val fyrir átta árum.
Margrét Lára Viđarsdóttir í leik međ Val fyrir átta árum. VÍSIR/AUĐUNN

Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fjögur mörk í kvöld þegar Valskonur unnu 7-0 sigur á ÍR í B-riðli Reykjavíkurmóts kvenna í knattspyrnu.

Margrét Lára Viðarsdóttir var að spila sinn þriðja leik í Reykjavíkurmótinu en þetta eru fyrstu opinberu leikir hennar með Val síðan að hún snéri aftur eftir sjö ára dvöl í atvinnumennsku.

Margrét Lára hefur skorað átta mörk í fyrstu þremur leikjunum og Valsliðið hefur unnið þá alla með markatölunni 12-0. Margrét hefur skorað 67 prósent markanna.  

Margrét Lára skoraði mörkin sín á 5., 27., 54. og 69. mínútu. Hún spilaði ekki síðustu tuttugu mínútur leiksins.

Hin þrjú mörk Valsliðsins í kvöld skoruðu þær Málfríður Anna Eiríksdóttir, Vesna Elísa Smiljkovic og Bergrós Lilja Jónsdóttir.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Íslenski boltinn / Margrét Lára međ fernu í kvöld
Fara efst