LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ NÝJAST 11:00

Var međ útlitiđ á heilanum

LÍFIĐ

Margrét Lára byrjar vel međ Valsliđinu

 
Íslenski boltinn
22:33 17. JANÚAR 2016
Margrét Lára Viđarsdóttir fagnar titli međ Val sumariđ 2008.
Margrét Lára Viđarsdóttir fagnar titli međ Val sumariđ 2008. VÍSIR/STEFÁN

Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins og nú nýr fyrirliðið hjá Val, byrjar vel í endurkomu sinni á Hlíðarenda.

Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði bæði mörk Valsliðsins í Egilshöllinni í dag í 2-0 sigri á KR í Reykjavíkurmótinu.

Margrét Lára hefur þar með skorað fjögur mörk í tveimur fyrstu leikjum sínum með Val en hún var einnig með tvennu í 3-0 sigri á Fjölni í fyrsta leik liðsins í Reykjavíkurmótinu.

Margrét Lára var í byrjunarliði Vals ásamt fjórum leikmönnum sem gengur til liðs við Hlíðarendaliðið í vetur en það eru þær Elísa Viðarsdóttir, Rúna Sif Stefánsdóttir, Thelma Björk Einarsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir.

Margrét Lára skoraði mörkin sín á 40. og 59. mínútu og fór af velli eftir seinna markið sitt. Hún spilaði bara fyrri hálfleikinn í fyrsta leiknum og er því búin að skora þessi fjögur mörk á aðeins 105 mínútum sem þýðir mark á 26 mínútna fresti.

Margrét Lára Viðarsdóttir er að spila fyrstu leiki sína með Val frá tímabilinu 2008 þegar hún skoraði 66 mörk fyrir Valsliðið í deild (32), bikar (2), Evrópukeppni (14), deildabikar (12) og Reykjavíkurmóti (6)

Valur er eina taplaust liðið í B-riðli Reykjavíkurmótsins en öll liðin hafa spilað tvo leiki. Fjölnir og ÍR hafa þrjú stig en KR-konur eru enn stigalausar.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Íslenski boltinn / Margrét Lára byrjar vel međ Valsliđinu
Fara efst