Lífið

Margrét Gnarr Íþróttamaður ársins hjá IFBB

Ellý Ármanns skrifar
mynd/einkasafn Margrétar
Margrét Edda Gnarr var valin Íþróttamaður ársins hjá IFBB, alþjóðasambands líkamsræktarmanna á Íslandi, en hún fékk risastóran farandbikar eins og sjá má á myndinni.

Við spurðum fitnessdrottninguna um þyngd gripsins:   „Ég er ekki búin að vigta bikarinn en hann er allavega þyngsti bikarinn minn um þessar mundir,“ svarar Margrét en hún var tilnefnd ásamt Karen Lind Thompson, sem er þrefaldur Íslandsmeistari í módel fitness, ásamt Kristínu Kristjánsdóttur, sem er Evrópumeistari í figure fitness kvenna. 

„Það er æðislegt að vera tilnefnd með svona gífurlega flottum keppendum. Það að vera valin Íþróttamaður ársins hefur verið draumur frá upphafi og það er þvílíkur heiður.“ 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×