Erlent

Margir látnir eftir að snjóflóð féll á hótel á Ítalíu

atli ísleifsson skrifar
Byggingin virðist hafa færst til um tíu metra í flóðinu.
Byggingin virðist hafa færst til um tíu metra í flóðinu. Vísir/epa
Margir eru látnir eftir að snjóflóð féll á hótel nærri fjallinu Gran Sasso í Abruzzo-héraði á Ítalíu. Frá þessu greinir talsmaður björgunarliðs á svæðinu.

Flóðið orsakaðist af skjálfta sem varð á svæðinu í gær.

Í frétt BBC segir að 22 hótelgestir og sjö starfsmenn hafi verið á Rigopiano-hótelinu í bænum Farindola þegar snjóflóðið varð. Svo virðist sem að þak hótelsins hafi hrunið.

Íbúar í bænum gerðu lögreglu viðvart, en blindbylur og lokaðir vegur gerðu björgunarliði erfitt fyrir að komast á staðinn. Fyrst menn komust að hótelinu klukkan þrjú í nótt.

Vigili del Fuoco
Sky News greinir frá því að óttast sé að allt að þrjátíu manns hafi látið lífið í snjóflóðinu. Þetta hefur ekki fengist staðfest en búið er að finna marga látna inni í byggingunni og fjölda er saknað.

Að sögn Rai Radio 1 bárust lögreglu tilkynningar frá fólki sem hafði lent í snjóflóðinu. „Hjálp, hjálp, við erum að deyja.“ Þá eiga aðrir að hafa sent skilaboð um að þeir væru að frjósa í hel.

Hotel Rigopiano.tripadvisor
Stór hluti hótelsins er á kafi í snjó en svo virðist sem að hótelið hafi færst til um nærri tíu metra í flóðinu.

„Við sjáum ljós þarna, en heyrum engar raddir,“ segir einn í björgunarliði við Republika.

Að neðan má sjá myndskeið Corriere della Sera frá vettvangi.


Tengdar fréttir

Skjálfti 5,3 að stærð á Ítalíu

Um 9:30 að íslenskum tíma mældist skjálfti, 5,3 að stærð, í miðju landsins og fannst hann vel í höfuðborginni Róm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×