Margir kylfingar í toppbaráttunni fyrir lokahringinn á Torrey Pines

 
Golf
14:15 31. JANÚAR 2016
Jimmy Walker er í toppbaráttunni fyrir lokahringinn.
Jimmy Walker er í toppbaráttunni fyrir lokahringinn. GETTY

Það er mjög erfitt að giska á sigurvegara fyrir lokahringinn á Farmers Insurance mótinu sem fram fer á Torrey Pines en 26 kylfingar eru á innan við fimm höggum frá efsta sætinu.

Suður-Kóreumaðurinn K.J. Choi og Bandaríkjamaðurinn Scott Brown leiða á níu höggum undir pari en Gary Woodland og Jimmy Walker koma þar á eftir á átta undir.

Aragrúi kylfinga kemur á sjö og og sex höggum undir pari og því ætti lokahringurinn að verða mjög spennandi þar sem margir eiga séns á titlinum og þeim 130 milljónum króna sem eru í verðlaunafé.

Tilþrif mótsins hingað til átti Bandaríkjamaðurinn Jason Gore en hann fékk ævinýralegan albatross á 18. holu þar sem hann setti niður 230 metra innáhögg.

Lokahringurinn á Torrey Pines verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 18:00.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Golf / Margir kylfingar í toppbaráttunni fyrir lokahringinn á Torrey Pines
Fara efst