Viðskipti innlent

Marel greiðir 3,3 milljónir í sekt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árni Oddur Þórðrson forstjóri Marels.
Árni Oddur Þórðrson forstjóri Marels.
Marel greiðir 3,3 milljónir króna í sekt til Fjármálaeftirlitsins vegna brota á upplýsingaskyldu. Ástæðan er sú að Marel tilkynnti ekki tafarlaust um forstjóraskipti þegar ljóst varð að Theo Hoen hætti sem forstjóri Marels og Árni Oddur Þórðarson tók við.

Málsatvik voru þau að hinn 30. október síðastliðinn tilkynnti Marel Fjármálaeftirlitinu um að tekin hefði verið ákvörðun um frestun á birtingu innherjaupplýsinga vegna forstjóraskiptanna. Daginn eftir, eða hinn 1. nóvember, um klukkan 13:20, varð málsaðila ljóst að trúnaður um umræddar innherjaupplýsingar var ekki lengur tryggður. Þá hafði frétt um forstjóraskiptin birst á DV.is. Sama dag, kl. 15:25, var birt tilkynning með umræddum upplýsingum. Liðu því um 125 mínútur frá því að málsaðila varð ljóst að skilyrði frestunar á birtingu innherjaupplýsinga voru ekki lengur til staðar þar til upplýsingarnar voru gerðar opinberar

Í frétt á vef Fjármálaeftirlitsins segir að Marel hafi gripið til ráðstafana til að stuðla að því að atvik sem þetta eigi sér ekki stað á ný. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×