Sport

Mare Dibaba heimsmeistari eftir háspennuhlaup

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dibaba fagnar titlinum.
Dibaba fagnar titlinum. vísir/getty
Síðasti keppnisdagur heimsmeistaramótsins í frjálsum íþróttum fer fram í Peking í Kína í dag. Maraþonhlaup kvenna var í morgun og aldrei í sögu heimsmeistaramótsins hefur verið jafn mikil spenna og í hlaupinu í dag.

Fjórar konur börðust um fyrsta sæti, Hela Kiprop og Jemima Jelagat frá Kenýa, Mare Dibaba frá Eþíópíu og Eunice Kirwa frá Bahrain.

Jelagat hafði titilinn að verja en Dibaba frá Eþíópíu sigraði á 2:27;35 sekúndum.

Þetta er í fyrsta sinn sem  heimsmeistaratitill kvenna í maraþonhlaupi fer til Eþíópíu. Önnur varð Kiprop einni sekúndu á eftir Dibaba og síðan kom  Kirwa í þriðja sæti, aðeins fjórum sekúndum á eftir Dibaba.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×