Enski boltinn

Marca: Barcelona bauð 88 milljónir evra í Suarez

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Spænska dagblaðið Marca fullyrðir að Barcelona hafi þegar lagt fram myndarlegt tilboð í Luis Suarez, leikmann Liverpool.

Forráðamenn liðanna munu hafa fundað í Lundúnum í gær og er Raul Sanllehi, yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona, sagður hafa lagt fram tilboð upp á 88 milljónir evra eða um 13,5 milljarða íslenskra króna.

Misjafnar fregnir hafa borist af því hvort Liverpool vilji fá greitt í peningum eða að Sílemaðurinn Alexis Sanchez verði hluti af kaupunum.

Gangurinn í viðræðum er hins vegar sagður góður og bæði lið munu vera vongóð um að hægt verði að ganga frá samningum innan skamms.

Suarez var dæmdur í fjögurra mánaða bann á dögunum sem kunnugt er fyrir að bíta Giorgio Chiellini, varnarmann Ítalíu, á HM í Brasilíu.


Tengdar fréttir

Forseti Barcelona lofar Suarez

Fulltrúar Liverpool og Barcelona hittust til að ræða möguleg vistaskipti Úrúgvæjans umdeilda.

Suarez dæmdur í fjögurra mánaða bann

Luis Suarez var dæmdur í fjögurra mánaða bann frá öllum keppnum fyrir að hafa bitið Giorgio Chiellini í leik Ítalíu og Úrúgvæ á mánudaginn. Bannið nær til félags- og landsliðs Suárez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×