Erlent

Maraþonhlauparar eltu fylgdarbíllinn í algerar ógöngur

Atli Ísleifsson skrifar
Fremstu hlaupararnir voru skyndilega komnir langt af hlaupaleiðinni.
Fremstu hlaupararnir voru skyndilega komnir langt af hlaupaleiðinni. Vísir/AFP
Maraþonhlaup í indversku borginni Bangalore leystist upp í algeran farsa um helgina eftir að fylgdarbíll missti af beygju og þrír fremstu hlaupararnir hlupu í kjölfarið vitlausan hring.

Topphlaupararnir Suresh Kumar Patel, Inderjit Patel og Soji Mathe leiddu hlaupið þegar þeir gerðu sér skyndilega grein fyrir að fylgdarbíllinn sem þeir eltu hafði misst af u-beygju og þeir því hlaupið fjóra kílómetra í ranga átt.

Í frétt Times of India segir að hlaupararnir hafi þá ákveðið að hætta hlaupinu þegar þeir gerðu sér grein fyrir mistökunum og báðu í kjölfarið vegfarendur um pening til að taka neðanjarðarlestina að markinu.

„Við þurftum að biðja fólk um 20 rúpíur þar sem við vorum ekki með neinn pening á okkur. Sem betur fer gátu nokkrir skokkarar hjálpað okkur og sýndu okkur hvar við gátum fundið næstu lestarstöð,“ segir Inderjit Patel, og bætir við að engir starfsmenn hlaupsins hafi verið staðsettir á þeim stað þar sem fylgdarbíllinn átti að snúa við.

Patel segir að þrímenningarnir hafi einfaldlega elt fylgdarbílinn. „Það skiptir mig engu máli að við misstum af verðlaunapeningunum, en ég er vonsvikinn að hafa verið niðurlægður á þennan hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×