Fótbolti

Maradona peppaði leikmenn Napoli fyrir leikinn gegn Real

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fjölmiðlar eltu Maradona á röndum í Madrid í gær. Hér er hann að kveðja Florentino Perez, forseta Real Madrid, eftir að hafa tekið hádegismat með honum og forseta Napoli.
Fjölmiðlar eltu Maradona á röndum í Madrid í gær. Hér er hann að kveðja Florentino Perez, forseta Real Madrid, eftir að hafa tekið hádegismat með honum og forseta Napoli. vísir/getty
Diego Maradona var ekki bara á leik Real Madrid og Napoli í gær heldur hélt hann peppræðu liðsins fyrir leikinn stóra í Meistaradeildinni.

Maradona var á leiknum í boði forseta félagsins, Aurelio de Laurentiis, og forsetinn bauð honum líka að tjá sig fyrir leik. Það boð þáði Maradona.

„Hann kom og peppaði okkur. Hann sagði að borgin færi fram á árangur og við yrðum að vinna fyrir íbúa Napoli. Við vissum hversu mikilvægur þessi leikur var fyrir stuðningsmenn okkar,“ sagði markvörðurinn Pepe Reina eftir leik.





Ræðan virtist hafa farið ágætlega í leikmenn því eftir átta mínútna leik var Napoli komið yfir í Madrid. Real vann þó leikinn að lokum, 3-1, en Napoli á heimaleikinn eftir.

Þetta var fyrsta tap Napoli í 19 leikjum eða síðan liðið tapaði gegn Juventus í lok október á síðasta ári.

Maradona er auðvitað stærsta goðsögn í sögu félagsins en Argentínumaðurinn vann ítölsku deildina í tvígang með félaginu á sínum tíma.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×