Fótbolti

Maradona: Markaðsöfl réðu því að Messi fékk Gullboltann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Diego Maradona á leik á HM.
Diego Maradona á leik á HM. Vísir/Getty
Knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona lýsti vonbrigðum sínum með niðurstöðuna í úrslitaleik Argentínu og Þýskalands á HM í Brasilíu í gær.

Þýskaland vann, 1-0, með marki Mario Götze í framlengingu. „Ég finn til með þjóðinni minni. Það var virkilega sárt að sjá markið hans Götze,“ sagði Maradona í sjónvarpsþætti sínum, De Zurda, sem er sýndur í sjónvarpsstöð í Venesúela.

Maradona var í liði Argentínu sem mætti Þýskalandi í úrslitum HM tvívegis. Fyrst árið 1986, þegar Argentína vann, og svo fjórum árum síðar á Ítalíu þegar Þjóðverjar höfðu betur.

„Ég held að Argentína hafi að minnsta kosti átt skilið að komast í vítaspyrnukeppni. En Þýskaland vann vegna misskilnings í vörn Argentínu.“

Hann vorkenndi einnig Lionel Messi, fyrirliða Argentínu, sem var valinn besti leikmaður keppninnar og hlaut Gullboltann svokallaða eftir úrslitaleikinn.

„Greyið drengurinn. Ég myndi færa Leo himnaríki ef það væri hægt. En það er ekki rétt að láta einhvern vinna svona verðlaun út frá einhverri markaðsáætlun. Það er bara ekki rétt.“


Tengdar fréttir

Messi valinn besti leikmaðurinn á HM

Lionel Messi fékk Gullboltann fyrir að vera besti leikmaður HM í Brasilíu. Þetta var tilkynnt eftir úrslitaleik Þýskalands og Argentínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×