Fótbolti

Maradona: Blatter veit ekki neitt

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Það var í þessum stól í Jórdaníu sem Maradona lét gamminn geysa.
Það var í þessum stól í Jórdaníu sem Maradona lét gamminn geysa. vísir/getty
Argentínska knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona er ekki ánægður með störf Sepps Blatters, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA.

Sá svissneski býður sig fram til forseta í fimmta sinn, en hann er orðinn 79 ára gamall. Maradona ætlar að gera allt sem í hans valdi stendur til að koma Prince Ali bin Al-Hussein til valda hjá FIFA.

„Ef ég myndi ekki trúa að Prince Ali yrði góður forseti FIFA væri ég ekki hérna,“ sagði Maradona á knattspyrnuráðstefnu í Amman, höfuðborg Jórdaníu.

„Eins og fótboltaheimurinn veit ríkir fullkomið stjórnleysi innan FIFA þar sem einn maður ræður öllu.“

„En Blatter veit nákvæmlega ekki neitt. Þess vegna er kominn tími á breytingar. Meira að segja kollegar hans hafa ráðlagt Blatter að hætta.“

Maradona segir Blatter hafa skaðað íþróttina og skaðinn verði einfaldlega meiri haldi hann áfram sem forseti.

„Hann hefur gert fótboltanum mikinn skaða síðan hann tók við. Það er kominn tími á að hann stígi til hliðar og láti okkur, sem höfum fullan styrk, endurvekja fótboltann,“ sagði Diego Maradona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×