Viðskipti innlent

Már segir grunnrekstur bankanna veikan

ingvar haraldsson skrifar
Már Guðmundsson seðlabankastjóri á fundi þar sem Fjármálastöðugleiki var kynntur í morgun.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri á fundi þar sem Fjármálastöðugleiki var kynntur í morgun. vísir/gva
Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að grunnrekstur þriggja stóru bankanna hér á landi sé fremur veikur þegar horft sé framhjá tímabundnum tekjum vegna uppfærslu eigna og annarra einskiptisliða. Þetta kemur fram í formála Más í ritinu Fjármálastöðugleiki sem kom út í dag.

Már varar við að verði ekki breyting þar á gæti slakur grunnrekstur veikt efnahagsreikninga bankanna og grafið undan viðnámsþrótti þeirra á næstu árum. Seðlabankastjórinn bendir einnig á að fjármögnun bankanna sé að hluta til varin vegna gjaldeyrishaftanna. Því sé mikilvægt að að fara varlega í að greiða arð út úr bönkunum.



Hagnaður af grunnrekstri milli 23 og 33 milljarðar


Í Fjármálatíðindum kemur fram að arðsemi heildareina bankanna hafi verið 2,7 prósent sem sé aukning milli ára. Arðsemin er há í norrænum samanburði en algengt er að arðsemi norrænna banka sé á milli 0,4-0,8 prósent. Þá kemur einnig fram að eiginfjárhlutfall bankanna hafi hækkað milli ára og sé nú 28,5 prósent sem sé nokkuð umfram lámarkskröfu Fjármálaeftirlitsins. Samanlagður bankanna þriggja var 80 milljarðar á síðasta ári.

Sé bara horft á grunnrekstur bankanna blasir önnur mynd við. Samanlagður hagnaður bankanna af grunnrekstri var milli 23 og 33 milljarðar samkvæmt sviðsmyndum sem dregnar eru upp í Fjármálatíðindum. Miðað við þessar sviðsmyndir er arðsemi heildareigna milli 0,8 og 1,1 prósent sem er mun nær því sem reyndin hefur verið á Norðurlöndunum. Grunnreksturinn batnar þó milli ára með hærri þóknunartekna og hækkun hreinna vaxtatekna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×