Erlent

Mánuðir í landhernað gegn IS

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá æfingum íraska sjóhersins.
Frá æfingum íraska sjóhersins. Vísir/AFP
Það mun taka Íraska herinn marga mánuði að byggja upp getu til að sækja gegn Íslamska ríkinu á jörðu niðri. Slík sókn mun taka mun lengri tíma í Sýrlandi. Þrátt fyrir loftárásir Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Írak, er landhernaður nauðsynlegur til að ná tökum á borgum eins og Mosul, sem féll í hendur IS í júní.

Þetta kemur fram í viðtali Reuters við háttsetta meðlimi bandaríska hersins. Þeir sögðu að áherslan núna væri að stöðva sókn IS og að byggja sterk samskipti á milli ættbálka í Anbar héraði, þar sem IS stjórnar stórum hluta, og nýrrar ríkisstjórnar.

Sex þúsund íraskir hermenn féllu í sókn IS í vor og talið er að tvöfallt fleiri hafa gerst liðhlaupar.

Bandaríski herinn þjálfar nú vígahópa í Sýrlandi. En talið er að það gæti tekið eitt og hálft ár þar til einhver árangur verður sjáanlegur þar í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×