MÁNUDAGUR 27. MARS NÝJAST 11:30

Draumur rćttist hjá John Arne Riise á Anfield um helgina

SPORT

Manor-liđiđ í Formúlu 1 er gjaldţrota

 
Formúla 1
17:30 27. JANÚAR 2017
Esteban Ocon í Manor bílnum í Abú Dabí sem var síđasti kappakstur liđsins.
Esteban Ocon í Manor bílnum í Abú Dabí sem var síđasti kappakstur liđsins. VÍSIR/GETTY
Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar

Starfsfólk Manor liðsins í Formúlu 1 var sent heim í dag. Enginn kaupandi fannst en liðið var komið í skiptameðferð. Liðið er komið í gjaldþrotameðferð.

Næstum allir 212 starfsmenn liðsins í Banbury á Englandi voru sendir heim í dag. Einungis örfáir starfsmenn voru áfram við vinnu í dag en þeir verða líklega sendir heim á þriðjudag í næstu viku, samkvæmt heimildum Sky Sports.

Áhugasamur hópur fjárfesta var í viðræðum við skiptastjóra Manor en samningar tókust ekki.

„Það er afar leiðinlegt að liðið þurfi að loka,“ sagði Geoff Rowley, skiptastjóri hjá fyrirtækinu sem sér um skipti Manor.

„Manor er stórt nafn í breksum kappakstri og liðið hefur áorkað miklu á síðustu tveimur árum og nýir eigendur kveiktu nýjan neista.“

„Það er fjárfrekt að reka F1 lið á þeim staðli sem mótaröðin gerir kröfur um,“ bætti Rowley við.

Heimildir Sky Sports herma að Manor hefði þurft 500.000 punda fjárfestingu til að komast í gegnum æfingarnar fyrir tímabilið sem hefjast í lok febrúar.

Manor var upprunalega sett á laggirnar undir Virgin nafninu árið 2010 þegar þrjú lið komu inn í Formúlu 1. Þau komu öll inn undir því yfirskyni að þak yrði sett á eyðslu liðanna. Ekkert slíkt hefur enn verið kynnt til sögunnar.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Formúla 1 / Manor-liđiđ í Formúlu 1 er gjaldţrota
Fara efst