Innlent

Mannvit gerði frummatsskýrslu Thorsil

Mannvit ehf. gerði frummatsskýrslu fyrir kísilver Thorsil í Helguvík. Frummatsskýrslan var kynnt þann 24. október á heimasíðu Skipulagsstofnunar. Frestur til að senda inn athugasemdir vegna skýrslunnar rann út þann 5. desember síðastliðinn. Hinn 10. janúar 2014 skrifaði Mannvit einnig undir samning við Thorsil um hönnun og uppbyggingu kísilmálmverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík. Samkvæmt fréttatilkynningu frá fyrirtækjunum er samningur milli fyrirtækjanna tveggja metinn á rúmlega 500 milljónir króna og áttu framkvæmdir að hefjast í lok þessa árs.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×