Erlent

Mannskætt ferjuslys í Filippseyjum

Samúel Karl Ólason skrifar
Eftirlifendur syntu í land.
Eftirlifendur syntu í land. Vísir/EPA
Minnst 36 eru látnir eftir að ferja hvolfdi skammt frá bryggju í Filippseyjum. Kafarar leita nú í ferjunni, sem er smíðuð úr timbri. Veður hægir þó á björgunaraðgerðum, en vindur er á svæðinu og öldugangur.

189 manns voru um borð í ferjunni, en búið er að bjarga 127 þeirra. Minnst 6 eru látnir og 26 er saknað. Meðal þeirra sem hefur verið bjargað er skipstjóri ferjunnar. Hann hefur verið færður í hald lögreglu, auk annarra starfsmanna ferjunnar, en rannsókn mun fara fram á tildrögum slyssins.

Auk þess að hafa áhrif á björgunarstarfið hefur veðrið ollið því að ekki hefur verið hægt að fljúga með fleiri kafara á svæðið.

Vitni segja AP fréttaveitunni að stefni ferjunar hafi risið úr sjónum áður en ferjan hvolfdi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×