Erlent

Mannskæður jarðskjálfti skall á Indónesíu

Samúel Karl Ólason skrifar
Íbúar Jakarta hafa haldið til á götum úti af ótta við eftirskjálfta.
Íbúar Jakarta hafa haldið til á götum úti af ótta við eftirskjálfta. Vísir/AFP
Sterkur jarðskjálfti skall í kvöld á eyjunni Java í Indónesíu. Fjöldi bygginga hrundi og er minnst einn látinn. Búist er við því að tala látinna muni hækka þegar björgunarstarf fer af stað. Eftir jarðskjálftann var gefinn út flóðbylgjuviðvörun fyrir stór svæði í landinu og flúðu fjölmargir íbúar frá strandsvæðum. Viðvörunin var þó afturkölluð tveimur tímum síðar.

Jarðskjálftinn er sagður hafa verið 6,5 stig og varð hann á um 90 kílómetra dýpi. Vitni segja að hann hafi fundist í um tuttugu sekúndur í Jakarta, höfuðborg Indónesíu samkvæmt AP fréttaveitunni.



Talsmaður Almannavarna Indónesíu sagði Guardian að fregnir af fleiri látnum og slösuðum hefðu borist en þær hefðu ekki verið staðfestar. Þá er vitað til þess að hús hafi skemmst og hrunið víða um landið.



Jarðskjálftar og eldgos eru tiltölulega algeng í Indónesíu þar sem jarðvirkni er mjög mikil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×