Innlent

Mannskæðasta slys í sögu Everest

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Snjóflóðið sem féll í hlíðum Everest í nótt er það mannskæðasta sem orðið hefur síðan fjallgöngur hófust á þeim slóðum. Edmund Hillary og Tenzing Norgay gengu á tindinn fyrstir manna árið 1953 og hafa þrjú þúsund manns einnig náð þeim áfanga, en hafa rúmlega þrjú hundruð manns látið lífið á leiðinni upp tindinn.

Mannskæðasta slysið til þessa var fyrir átján árum síðan, eða hinn 10.maí 1996, þegar átta létu lífið í miklu óveðri þann dag. Bókin Into thin air var síðar skrifuð um daginn örlagaríka.

Á síðasta ári klifu fimm hundruð manns upp tindinn og létust þar af átta manns.

Nepölsk stjórnvöld óttast að of fjölmennt sé á fjallinu  hverju sinni og verður því unnið að því að draga úr fjölda fjallgöngumanna á þeim slóðum.

Everestfjall er hæsta fjall heims og er hæsti tindur þess 8.850 metrar. Fjallið er á landamærum Nepal og Kína.

Þrettán eru látnir eftir snjóflóð sem féll í nótt og talið er að allir þeir séu fjallaleiðsögumenn, eða sherpar. Enn er nokkurra saknað.




Tengdar fréttir

Ingólfur er heill á húfi

"Ingó is OK!" stendur á heimasíðunni ingoax.is þar sem fylgst er með ferðalagi Ingólfs á Everest

Þrettán látnir í snjóflóði á Everest

Að minnsta kosti þrettán eru látnir í snjóflóði sem féll í hlíðum Everest snemma í morgun. Þetta er talið eitt mannskæðasta slys í sögu Everest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×