Erlent

Mannfallið meira en nokkru sinni

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Almennt hefur manntjónið aukist ár frá ári. Í skýrslunni er bent á að átökin komi verst niður á börnum og konum, enda hafi mannfallið meðal þeirra aukist mest.
Almennt hefur manntjónið aukist ár frá ári. Í skýrslunni er bent á að átökin komi verst niður á börnum og konum, enda hafi mannfallið meðal þeirra aukist mest.
Árið 2015 létu 3.545 almennir borgarar lífið vegna átaka í Afganistan, samkvæmt skýrslu frá UNAMA, mannúðarstofnun Sameinuðu þjóðanna í Afganistan. Að auki særðust 7.457 almennir borgarar vegna árása og átaka þetta ár.

Þetta er meira manntjón en nokkurt annað ár frá því stofnunin hóf að fylgjast með manntjóni meðal almennra borgara í Afganistan, en það var árið 2009.

Almennt hefur manntjónið aukist ár frá ári. Í skýrslunni er bent á að átökin komi verst niður á börnum og konum, enda hafi mannfallið meðal þeirra aukist mest.

Talibanahreyfingin og önnur uppreisnaröfl í Afganistan bera ábyrgð á flestum dauðsföllunum, eða 62 prósentum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×