Innlent

Manndrápsmál í héraðsdómi fyrir austan

Gunnar Valþórsson skrifar
Friðrik Brynjar Friðriksson leiddur í réttarsal í morgun.
Friðrik Brynjar Friðriksson leiddur í réttarsal í morgun. Boði Logason.
Í dag hófst aðalmeðferð í manndrápsmáli í Héraðsdómi Austurlands á Egilsstöðum. Þar er Friðrik Brynjar Friðriksson ákærður fyrir að hafa orðið Karli Jónssyni að bana á Egilsstöðum þann sjöunda maí síðastliðinn.

Friðrik er ákærður fyrir manndráp en hann banaði Karli með því að leggja til hans með hnífi. Ríkissaksóknari krefst þess að Friðrik verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×