Innlent

Manndráp við Miklubraut: Tveir geðlæknar meta sakhæfi ákærða

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Maðurinn þegar hann var leiddur fyrir dómara í október síðastliðnum.
Maðurinn þegar hann var leiddur fyrir dómara í október síðastliðnum. vísir/pjetur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í morgun á þá kröfu ákæruvaldsins að tveir dómkvaddir geðlæknar muni leggja mat á sakhæfi manns sem ákærður er fyrir manndráp við Miklubraut í október síðastliðnum. Á rannsóknarstigi mat geðlæknir manninn ósakhæfan en sá læknir var ekki dómkvaddur.

Dómurinn gaf matsmönnunum sex vikum til að leggja mat á sakhæfi mannsins en það getur tekið styttri eða lengri tíma eftir atvikum.

Maðurinn, sem er 39 ára gamall, er ákærður fyrir að hafa orðið öðrum manni að bana í íbúðakjarna fyrir geðfatlaða við Miklubraut þar sem mennirnir bjuggu báðir. Sá sem lést var 59 ára gamall.

Er manninum gefið að sök að hafa veist að hinum manninum með hnífi og stungið hann að minnsta kosti 47 stungum í líkamann, með þeim afleiðingum að sá sem hann réðst á hlaut bana af.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×