Enski boltinn

Mane í læknisskoðun hjá Liverpool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mane fagnar marki hjá Southampton.
Mane fagnar marki hjá Southampton. vísir/getty
Saido Mane mun undirgangast læknisskoðun hjá Liverpool á morgun, mánudag, eftir að Southampton samþykkti 30 milljóna punda tilboð Liverpool í framherjann.

Gangi Mane í raðir Liverpool verður hann fimmti leikmaðurinn sem fer frá St. Mary’s yfir til Liverpool á síðustu þremur tímabilum. Þeir Dejan Lovren, Adam Lallana, Nathaniel Clyne og Ricky Lambert höfðu allir skipt yfir til Liverpool, en sá síðstnefndi hvarf aftur á braut eftir eitt ár.

Þessi 24 ára gamli framherji yrði fjórði leikmaðurinn sem Liverpool fær fyrir tímabilið 2016-2017, en fyrir höfðu þeir Marko Grujic, Joel Matip og Loris Karius gengið í raðir Liverpool.

Verði Mane keyptur til Liverpool yrði hann þriðji dýrasti leikmaðurinn í sögunni, en hann yrði á eftir framherjunum Andy Carroll og svo Christian Benteke sem kom frá Aston Villa á 32.5 milljónir punda á síðustu leiktíð.

Senegalski landsliðsmaðurinn hefur skorað 21 mark í 67 leikjum síðan hann kom frá Red Bull Salzburg síðustu tvö ár. Hann skoraði meðal annars tvö mörk þegar Southampton vann rosalegan 3-2 sigur á Liverpool eftir að hafa lent 2-0 undir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×