Enski boltinn

Mancini of upptekinn í dansinum til að taka við Leicester

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mancini er sleipur á dansgólfinu.
Mancini er sleipur á dansgólfinu. mynd/twitter
Roberto Mancini er ofarlega á lista veðbanka sem arftaki landa síns, Claudio Ranieri, hjá Leicester City.

Það virðist þó fátt benda til þess að hann sé á leið aftur til Englands enda dansar hann eins og vindurinn þessa dagana.

Hinn 52 ára gamli Mancini er nefnilega að gera það gott í dansþættinum „Dansað með stjörnunum“ og hugsar um lítið annað þessa dagana.

„Ég hef ekki fengið neitt tilboð og er ekkert að hugsa um Leicester,“ sagði Mancini en hann finnur til með landa sínum.

„Þetta er leiðinlegt fyrir hann því hann náði einstökum árangri. Því miður er þetta aftur á móti starfsumhverfi okkar.“


Tengdar fréttir

Kónginum hent á dyr

Leicester City rak á fimmtudag stjóra félagsins, Claudio Ranieri. Ákvörðun eiganda Leicester kom mörgum á óvart og gerði fleiri hreinlega bálreiða.

Vardy segist ekki hafa kallað eftir brottrekstri Ranieri

Jamie Vardy segir ekkert til í þeim sögusögnum að hann hafi verið meðal leikmanna sem óskuðu eftir því að Claudio Ranieri yrði rekinn sem stjóri Leicester City en hann sendi fyrrum stjóra sínum kveðju á Instagram-síðu sinni í dag.

Koss dauðans stóð undir nafni

Claudio Ranieri er ekki lengur knattspyrnustjóri því hann var eins og flestir vita rekinn í gærkvöldi aðeins níu mánuðum eftir að hann gerði Leicester City að enskum meisturum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×