Enski boltinn

Mancini: Þetta er ekki búið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, neitar að játa sig sigraðan í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn.

City vann í kvöld 1-0 sigur á Aston Villa og minnkaði þar með forystu Manchester United á toppi deildarinnar í tólf stig á ný.

„Við verðum að halda áfram að vinna leiki og sjá til. Það er ekkert ómögulegt í fótbolta. Við vitum að þetta verður erfitt en við munum halda áfram að reyna," sagði Mancini eftir leikinn í kvöld.

„Tititlbaráttunni er ekki lokið hvað okkur varðar. Við erum að spila vel. Við fengum góð færi í kvöld og Aston Villa er með gott lið. Það er skrýtið að þetta sé lið í botnbaráttunni."

Jack Rodwell fór meiddur af velli í kvöld. „Hann var afar óheppinn. Ég var ánægður með frammistöðu hans gegn Chelsea en hann er nú tognaður aftan í læri," sagði Mancini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×