Enski boltinn

Manchester United upp í fimmta sætið með 600. sigrinum | Sjáðu mörkin

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Manchester United vann Middlesbrough á útivelli í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta dag 3-1.

Marouane Fellaini kom Manchester United á bragðið í dag með skallamarki af stuttu færi eftir sendingu Ashley Young eftir hálftíma leik.

Staðan í hálfleik var 1-0 en Jesse Lingard bætti öðru marki við á 62. mínútu með góðu skoti.

Middlesbrough hleypti spennu í leikinn þegar Rudy Gestede minnkaði muninn á 77. mínútu eftir mistök í vörn Manchester United.

Middlesbrough sótti án afláts í leit að jöfnunarmarki en á síðustu mínútu uppbótartíma gerði Antonio Valencia út um leikinn eftir að Victor Valdes rann í marki Middlesbrough þegar hann ætlaði að spyrna frá marki sínu.

Þetta var 600. sigur Manchester United í ensku úrvalsdeildinni en ekkert lið hefur unnið eins marga leiki frá því að úrvalsdeildin var sett á laggirnar.

Með sigrinum lyfti Manchester United sér upp um tvö sæti eða upp í 5. sætið þar sem liðið er með 52 stig og þremur stigum frá Meistaradeildarsæti.

Middlesbrough á í miklum vandræðum og er í næst neðsa sæti deildarinnar með 22 stig, fimm stigum frá öruggu sæti í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×