Enski boltinn

Manchester United tilbúið að selja Hernandez

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Hernandez á góðri stund í vetur
Hernandez á góðri stund í vetur vísir/getty
Manchester United hefur tilkynnt mexíkóska framherjanum Javier Hernandez að félagið sé reiðubúið að selja hann í sumar en Hernandez hefur verið ósáttur við fá tækifæri á tímabilinu undir stjórn David Moyes.

Hernandez hefur rætt við Moyes um hve fá tækifæri hann hefur fengið á leiktíðinni en hann hefur aðeins verði í byrjunarliði Manchester United fimm sinnum á leiktíðinni.

Hernandez er fyrir aftan Wayne Rooney, Robin van Persie og Danny Welbeck í goggunarröðinni á Old Trafford og hefur félagið tilkynnt honum að það sé tilbúið að selja hann í sumar fáist æskilegt tilboð.

Talið er að Atletico Madrid sé tilbúið að bjóða í Hernandez en félagið leitar að framherja fyrir Diego Costa sem verður að öllum líkindum seldur í sumar.

Hernandez hefur alls tekið þátt í 31 leik á leiktíðinni og skoraði 9 mörk. Í 20 af þessum leikjum hefur hann komið inn á sem varamaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×