Enski boltinn

Manchester United leikur í Adidas næstu árin | Stærsti samningur sögunnar

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ekki er enn búið að tilkynna hvernig búningarnir munu líta út, enda byrjar liðið ekki að spila í þeim fyrr en eftir rúmt ár. Aðdáendur Manchester United eru þó byrjaðir að teikna mögulegar útfærslur af Adidas-búningi liðsins, eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan.
Ekki er enn búið að tilkynna hvernig búningarnir munu líta út, enda byrjar liðið ekki að spila í þeim fyrr en eftir rúmt ár. Aðdáendur Manchester United eru þó byrjaðir að teikna mögulegar útfærslur af Adidas-búningi liðsins, eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan.
Íþróttavöruframleiðandinn Adidas og Manchester United staðfestu í dag að félagið muni leika í Adidas í tíu ár frá næstu leiktíð.

Talið er að Adidas greiði Manchester United 75 milljónir punda árlega fyrir samstarfið sem samsvarar 14,6 milljörðum íslenskra króna.

Samningar íþróttavöruframleiðenda við knattspyrnufélög hafa hækkað umtalsvert síðan Manchester United samdi síðast við Nike árið 2002.

Liðið mun spila í nýjustu Nike-búningunum nú í vetur og skipta svo yfir í Adidas.
Nike dró sig frá samningaborðinu fyrir nokkrum mánuðum þegar ljóst var í hvað stefndi.

Þýski íþróttavöruframleiðandinn mun því eiga þrjá stærstu samningana í íþróttagreininni en Adidas er með samning við Real Madrid upp á 31 milljónir punda árlega og Chelsea upp á 30 milljónir punda árlega.

Keppinautur Manchester United, Arsenal skrifaði nýlega undir samstarfssamning við Puma sem hljóðar upp á 30 milljónir punda árlega sem setur samning Adidas við Manchester United í betra samhengi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×