Enski boltinn

Manchester United gefur frá sér tilkynningu: Sökin liggur hjá Real Madrid

Kristinn Páll Teitsson skrifar
De Gea snýr aftur til æfinga hjá Manchester United eftir landsleikjahlé.
De Gea snýr aftur til æfinga hjá Manchester United eftir landsleikjahlé. Vísir/Gettyy
Manchester United sendi frá sér tilkynningu í kvöld þar sem félagið greindi frá atburðarrás gærkvöldsins þegar félagsskipti David De Gea féllu niður vegna þess að öll skjöl bárust ekki í tæka tíð.

Samkvæmt yfirlýsingunni lagði Real Madrid fram fyrsta tilboð sitt í leikmanninn seint í gærkvöld og samþykkti Manchester United tilboðið gegn því að Keylor Navas kæmi í skiptum.

Ásamt því greindi Manchester United frá því að Real Madrid hefði reynt að breyta samningnum á síðustu stundu en að enska félagið hefði skilað öllum gögnum í tæka tíð.

Að lokum segir í yfirlýsingunni að allir hjá félaginu séu hæstánægðir að De Gea sem var valinn besti leikmaður tímabilsins á síðasta tímabili taki slaginn með félaginu á tímabilinu sem er framundan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×