Enski boltinn

Manchester United fer til Rússlands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Manchester United á erfitt ferðalag fyrir höndum en liðið drógst gegn rússneska félaginu Rostov í 16-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA.

Fyrri leikurinn fer fram í Rússlandi, fimmtudaginn 9. mars en næsta mánudag á eftir mætir Manchester United liði Chelsea í ensku bikarkeppninni.

Síðari leikirnir í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar fara fram þann 16. mars.

Engin skilyrði voru í drættinum í dag og gátu því hvaða lið sem er dregist saman. Svo fór að það verður bæði þýskur slagur og belgískur. Schalke mætir Gladbach og Gent mun etja kappi við Genk.

Danska liðið FC Kaupmannahöfn mætir svo hollenska stórveldinu Ajax.

Leikirnir í 16-liða úrslitum:

Celta Vigo - Krasnodar

Apoel FC - Anderlecht

Schalke - Gladbach

Lyon - Roma

Rostov - Manchester United

Olympiacos - Besiktas

Gent - Genk

FC Kaupmannahöfn - Ajax




Fleiri fréttir

Sjá meira


×