Enski boltinn

Manchester City nú sex stigum á eftir Liverpool - argentínskt markaþema

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Getty
Manchester City er sex stigum á eftir toppliði Liverpool eftir 3-1 sigur á West Bromwich Albion í lokaleik 35.umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Það var argentínsk markaþema hjá City-liðinu á Ethiad-leikvanginum í kvöld en mörkin skoruðu þeir Pablo Zabaleta, Sergio Aguero og Martin Demichelis.

Manchester City varð að vinna þennan leik ef liðið ætlaði sér að berjast um Englandsmeistaratitilinn í lokaumferðunum. City á ennfremur einn leik inni á Liverpool og gæti minnkað forskotið í þrjú stig. Það tókst hjá City-liðinu og þeir eru nú aðeins einu stigi á eftir Chelsea.

Manchester City komst í 2-0 eftir tíu mínútna leik en öll þrjú mörk liðsins komu í fyrri hálfleiknum. Pablo Zabaleta skoraði fyrra markið með skalla á 2. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti Sergio Aguero og Sergio Aguero skoraði síðan sjálfur átta mínútum síðar.

Graham Dorrans minnkaði muninn í 3-1 á 16. mínútu en Martin Demichelis kom City aftur tveimur mörkum yfir þegar hann skoraði þriðja markið á 33. mínútu eftir að Vincent Kompany skallaði hornspyrnu Samir Nasri áfram til hans.

Fleiri mörk litu ekki dagsins ljós en lærisveinar Manuel Pellegrini unnu þægilegan og nauðsynlegan sigur og ætla að vera áfram með í titilbaráttunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×