Enski boltinn

Man Utd staðfestir komu Ibrahimovic | Zlatan-tíminn kominn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Zlatan er mættur á Old Trafford.
Zlatan er mættur á Old Trafford. mynd/heimasíða man utd
Manchester United hefur staðfest komu Zlatans Ibrahimovic til félagsins.

Zlatan greindi frá því í gær að hann væri á leið til United og félagið hefur staðfest að sænski framherjinn muni klæðast búningi þess á næsta tímabili.

Talið er að hinn 34 ára gamli Zlatan hafi skrifað undir eins árs samning United. Hann lék síðast með Paris Saint-Germain og varð fjórum sinnum franskur meistari með liðinu.

Fyrir skömmu birtist myndband af Zlatan í United-búningi á Twitter-síðu United þar sem hann kynnir sig til leiks með orðunum „it's Zlatan time.“

Sjá einnig: Tölfræði sem gleður stuðningsmenn Man Utd: Zlatan verður alltaf meistari strax

Hjá United endurnýjar Zlatan kynnin við knattspyrnustjórann José Mourinho en saman urðu þeir ítalskir meistarar með Inter 2009.

United er áttunda liðið sem Zlatan spilar með á ferlinum. Hann lék áður með Malmö, Ajax, Juventus, Inter, Barcelona, AC Milan og PSG.

Þá lék Zlatan 116 landsleiki fyrir Svíþjóð og skoraði 62 mörk. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna eftir 1-0 tap fyrir Belgíu á EM í Frakklandi í síðasta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×