Enski boltinn

Man City steinlá í Þýskalandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sterling lagði upp tvö mörk gegn Stuttgart en það dugði ekki til.
Sterling lagði upp tvö mörk gegn Stuttgart en það dugði ekki til. vísir/getty
Manchester City tapaði 4-2 fyrir Stuttgart í síðasta æfingaleik liðsins áður en enska úrvalsdeildin hefst.

City-menn, sem tefldu fram gríðarlega sterku liði á Mercedes Benz-Arena í Stuttgart í dag, voru heillum horfnir í fyrri hálfleik og voru fjórum mörkum undir að honum loknum.

Daniel Ginczek skoraði tvívegis fyrir Stuttgart og Filip Kostic og Daniel Divadi sitt markið hvor.

City náði að laga stöðuna undir lokin. Nígerski framherjinn Kelechi Iheanacho, sem kom inn á sem varamaður fyrir Wilfried Bony í hálfleik, minnkaði muninn í 4-1 á 84. mínútu og fimm mínútum síðar skoraði Edin Dzeko, einnig eftir sendingu frá Sterling.

City sækir West Brom heim í fyrsta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni 10. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×