Lífið

Mammút neyddist til að afbóka tónleika vegna veðurs

Guðný Hrönn skrifar
Hljómsveitin Mammút þurfti að aflýsa tónleikum vegna stormsins Stellu.
Hljómsveitin Mammút þurfti að aflýsa tónleikum vegna stormsins Stellu. Mynd/Sunneva Ása
„Frú Stella var með einhver leiðindi,“ segir Alexandra Baldursdóttir, gítarleikari hljómsveitarinnar Mammút og á við storminn Stellu sem gekk yfir Bandaríkin í byrjun vikunnar.

Neyðarástandi var lýst yfir í fimm ríkjum Bandaríkjanna vegna veðursins og þúsundum flugferða var aflýst. Stella setti tónleikahald Mammút úr skorðum.

„Á tímapunkti var ég í Reykjavík, trommarinn okkar í New York og rest í Austin, Texas – þar sem við áttum að vera að spila í gærkvöld. Eftir að hafa eytt gærdeginum í það að komast að því að það væri ekki séns þurftum við því miður að afbóka tónleikana í Texas þar sem við áttum að spila á afmælistónleikum Bella Union, plötufyrirtækisins okkar. Við stefnum að því að hittast í Boston í dag þar sem við erum að spila með Fufanu,“ segir Alexandra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×