Enski boltinn

Mamma Ranieri grét: Sonur minn er konungur Englands

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Renata stendur með stráknum sínum.
Renata stendur með stráknum sínum. vísir/getty
Renata Ranieri, móðir Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri nýkrýndra Englandsmeistara Leicester, viðurkennir að hún grét á mánudagskvöldið þegar Tottenham gerði jafntefli við Chelsea en þau úrslit tryggðu Leicester fyrsta Englandsmeistaratitilinn í sögu félagsins.

Ranieri flaug heim til móður sinnar á Ítalíu eftir jafntefli Leicester gegn Manchester United á sunnudagskvöldið og frétti ekki af Englandsmeistaratitlinum fyrr en eftir að hann lenti aftur á Englandi seint á mánudagskvöld.

Gamla konan var 96 ára gömul um helgina og fór Ranieri heim til að snæða hádegisverð með henni. Renata bjóst ekki við þessum árangri hjá syninum.

„Þegar flautað var til leiksloka fór ég að hágráta. Ég heyrði bara seint í Claudio því barnabörnin fóru öll að hringja. Hann var svo ánægður. Við erum öll svo glöð. Nú getum við loksins slakað á,“ segir Renata Ranieri í viðtali við ítalska blaðið La Repubblica.

„Ég horfði á hvern einasta leik. Claudio hringir í mig á hverju kvöld og sagði mér hvað var í gangi. Á þriðjudagsmorgun keypti ég íþróttablöðin og sá fyrirsagnirnar. Þær voru mjög ánægjulegar.“

Ég verð að viðurkenna ég bjóst ekki við að hann yrði meistari með Leicester. Hann fann þessa leikmenn sem eru góðir strákar. Hann sagði mér að allir æfa þarna eins og atvinnumenn,“ segir renata.

Ranieri var rekinn frá Roma eftir 18 mánaða starf þar en hann er fæddur og uppalinn hjá Roma. Það var erfitt fyrir Claudio sem getur ný gleymt þeirri lífsreynslu.

„Að mínu mati kom Roma ekki fram við Claudio af virðingu. Það var svekkjandi hvernig það endaði en nú er hann konungur Englands,“ segir Renata Ranieri.


Tengdar fréttir

Leicester gæti aftur orðið enskur meistari 8. maí

Leicester City tryggði sér enska meistaratitilinn í fótbolta á mánudagskvöldið þegar Tottenham mistókst að vinna Chelsea. Það gætu hinsvegar verið fleiri titlar á leiðinni til borgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×