Fótbolti

Malmö kom til baka og náði í stig

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kári og félagar unnu upp tveggja marka forystu Åtvidabergs í dag.
Kári og félagar unnu upp tveggja marka forystu Åtvidabergs í dag. mynd/malmö
Kári Árnason lék allan leikinn í vörn Malmö sem gerði 2-2 jafntefli við Åtvidabergs í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Útlitið var ekki gott fyrir Malmö í hálfleik en þá var staðan 2-0 fyrir Åtvidabergs. En Nikola Djurjic skoraði tvö mörk á fyrstu átta mínútum seinni hálfleiks og jafnaði metin.

Fleiri urðu mörkin ekki og liðin sættust á skiptan hlut.

Þetta var þriðja jafntefli Malmö í fjórum síðustu leikjum en sænsku meistararnir eru í 4. sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir toppliði Djurgården.

Þetta var þriðji deildarleikur Kára með Malmö síðan hann kom til liðsins frá Rotherham United fyrr í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×