Íslenski boltinn

Málfríður skrifaði undir hjá Blikum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Málfríður og Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, handsala samninginn.
Málfríður og Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, handsala samninginn. mynd/heimasíða breiðabliks
Lið Breiðabliks í Pepsi-deild kvenna hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin næsta sumar, en Málfríður Erna Sigurðardóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Kópavogsliðið. Þetta kemur fram á heimasíðu Breiðabliks.

Málfríður, sem er þrítug, hefur leikið allan sinn feril fyrir Val og varð fimm sinnum Íslandsmeistari og fimm sinnum bikarmeistari með félaginu. Hún spilaði fjóra leiki með Val síðasta sumar.

Þá hefur Málfríður leikið 22 A-landsleiki, þann síðasta gegn Ungverjalandi 2011.

Breiðablik endaði í 2. sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra en liðið ætlar sér stóra hluti á komandi leiktíð. Nokkrir lykilmenn endurnýjuðu samninga sína síðasta haust og þá gekk landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir til liðs við þær grænklæddu í lok október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×