SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 06:28

Sebastian Vettel vann í Ástralíu

SPORT

Málfríđur Erna skorađi í endurkomunni

 
Íslenski boltinn
22:41 08. JANÚAR 2017
Málfríđur Erna Sigurđardóttir.
Málfríđur Erna Sigurđardóttir. VÍSIR/VILHELM

Málfríður Erna Sigurðardóttir lék í dag sinn fyrsta opinbera leik með Val eftir að hún snéri aftur á Hlíðarenda eftir tvö sigursæl ár hjá Blikum.

Málfríður Erna hélt upp á endurkomuna með því að skora fjórða og síðasta mark Valsliðsins í 4-0 sigri á Fylki í fyrsta leik liðanna í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu.

Málfríður Erna var lykilmaður í bestu vörn Pepsi-deildar kvenna undanfarin tvö tímabil og vann titil bæði tímabilin sín eð Blikum.

Hin sautján ára gamla Eva María Jónsdóttir kom Val í 1-0 eftir aðeins sex mínútna leik og Hlíf Hauksdóttir kom Val í 2-0 fyrir hálfleik.

Thelma Björk Einarsdóttir  skoraði þriðja markið á 53. mínútu og Málfríður Erna Sigurðardóttir innsiglaði síðan sigurinn á 73. mínútu leiksins.

Þetta var líka fyrsti opinberi leikur Valsliðsins undir stjórn  Úlfs Blandon og hann byrjar því mjög vel með Valsliðið.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Íslenski boltinn / Málfríđur Erna skorađi í endurkomunni
Fara efst