Sport

Maldini tapaði fyrsta leiknum sem atvinnumaður

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Maldini í leiknum í kvöld.
Maldini í leiknum í kvöld. vísir/afp
Hinn 49 ára gamli Paolo Maldini þreytti í kvöld frumraun sína sem atvinnumaður í tennis.

Maldini er auðvitað einn besti knattspyrnumaður allra tíma en hann lék með AC Milan allan sinn feril og spilaði 126 landsleiki fyrir ítalska landsliðið.

Þessi magnaði íþróttamaður byrjaði að æfa tennis á fullu fyrir nokkrum árum síðan og ásamt félaga sínum í tvíliðaleik, Stefano Landonio, komust þeir inn á Aspria-mótið í Mílanó sem er atvinnumannamót.

Þeir áttu þó lítið í Pólverjann Tomasz Bendarek og Hollendinginn David Pel sem unnu leikinn 6-1 og 6-1.

Landonio er 46 ára gamall og komst á sínum tíma í 975. sætið á heimslistanum. Hann er ekki bara liðsfélagi Maldini heldur einnig félagi hans.

Verður áhugavert að sjá hvort þeir komist aftur inn á stórt tennismót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×