Innlent

Málari gangbrautar í Vesturbænum mislas leiðbeiningar

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Gangbrautin er staðsett á horni Hofsvallagötu og Sólvallagötu.
Gangbrautin er staðsett á horni Hofsvallagötu og Sólvallagötu. Vísir/Daði Kolbeinsson
Mistök hjá verktaka hafa vakið athygli íbúa í Vesturbæ Reykjavíkur í vikunni og mögulega valdið nokkrum ruglingi. Í það minnsta er öruggt að mistökin hafa vakið kátínu vegfarenda.

Eins og sjá má á myndinni hér að ofan er gert ráð fyrir tveimur gönguleiðum yfir götuna. Önnur er vel máluð gangbraut en hin er ómáluð gangbraut með umferðareyju fyrir vegfarendur á miðri leið. Gangbrautin er staðsett á horni Hofsvallagötu og Sólvallagötu í Reykjavík.

Reykjavíkurborg segir í svari til Vísis að um mistök sé að ræða sem borginni hafi ekki verið kunnugt um. Þetta verður lagað á næstu dögum. Hér að neðan má sjá teikningu af því hvernig verkið átti að vera unnið.

Þrátt fyrir að gangbrautin sé á kolröngum stað má hrósa málaranum fyrir snyrtilega vinnu en eins og sjá má sneiðir málarinn hjá misfellum í götunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×